Greining og meðferð gigtarsjúkdóma
563-1000
ÞJÓNUSTA OG GJALDSKRÁ
GJALDSKRÁ
Sjúkratryggingar Íslands og Heilbrigðisráðuneytið hafa ekki samið við gigtarlækna um þjónustu frá árinu 2018.
Sjúkratryggingar taka þó enn þátt í að greiða suma gjaldliði. Gjaldskráin hér að neðan telur upp þá þjónustuliði sem tekið er gjald fyrir, og þeir gjaldskrárliðir sem falla unfir undir greiðsluþátttökureglugerð Heilbrigðisráðuneytisins eru stjörnumerktir. Gjaldskráin byggir á og er að mestu samhljóða viðmiðunargjaldskrá Félags íslenskra gigtarlækna.

FJARLÆKNINGAR MEÐ MYND
Þorvarður hefur leyfi Landlæknis til þess að sinna fjarlækningum með myndfundum. Til þess er notuð hugbúnaðarlausnin Kara Connect.
Þú getur þannig notað tölvu með vefmyndavél, spjaldtölvu eða jafnvel snjallsíma til að fá myndfund. Mælt er með því að nota borðtölvu eða fartölvu fyrir bestu mögulegu gæði.
Til þess að bóka tíma þarf fyrst að skrá sig hjá Kara Connect. Athugaðu að til þess að klára skráninguna þarft þú að gefa upp kreditkortanúmer. Kreditkortið sem þú notar við skráningu verður svo notað til þess að innheimta gjald að loknum tíma. Þegar þú hefur skráð þig getur þú valið þér þann tíma sem best hentar.
Ef þér fellur betur að ræða í síma án þess að nota myndavél getur þú bókað fjartíma með því að hringja í skiptiborð Domus Medica í síma 563-1000.
Athugaðu að Sjúkratryggingar Íslands taka aðeins þátt í kostnaði við fjarlækningar að takmörkuðu leyti, og í sumum tilfellum er engin greiðsluþátttaka í boði, til dæmis fyrir nýja sjúklinga.
GJALDSKRÁ
Miðast við einingaverð Sjúkratrygginga frá 1. Janúar 2020